1887

Norræn Samfélög

Framtíðarsýn fyrir samstarfið

image of Norræn Samfélög

Á árinu 2012 voru liðin 60 ár frá stofnun Norðurlandaráðs og af því tilefni var ákveðið að gefa þetta rit út. Þetta er ekki hefðbundið afmælisrit. Að þessu sinni kýs Norðurlandaráð að horfa fram á veginn og fylgja eftirnýrri umræðu um norrænt samstarf.Margt bendir til þess að norrænt samstarf sé að ganga í endurnýjun lífdaga. Kreppan í ESB, styrkur velferðarkerfisins og áhugi umheimsins á norðurslóðum eru nokkrir þeirra þátta sem þjappa Norðurlöndunum saman. Stefna í utanríkis og varnarmálum hefur öðlast meira vægi í samstarfinu og því er skipulag samstarfsins sem á rætur að rekja til sjötta og áttunda áratugar síðustu aldar orðið úrelt.Í riti þessu kynnum við framtíðarsýn fyrir Norðurlönd sem byggist á sýnilegu, áberandi og árangursmiðuðu samstarfi í Norrænum Samfélögum.

Icelandic English, Swedish

.

Mikilvægir málaflokkar

Framtíðarsýn okkar um dýpkað norrænt samstarf miðast við þá hugsun að aðstæður eru ólíkar eftir málaflokkum. Við núverandi aðstæður er engin þörf á heildarlausn fyrir norrænt samstarf. Þess í stað er ástæða til að benda á nokkur forgangssvið þar sem líklegt er að mikill árangur náist. Dýpka mætti samstarf ríkisstjórnanna og gera það árangursmiðaðra, gera gangskör að því að efla umræður á þjóðþingum og meðal almennings, dreifa ábyrgð á að undirbúa mál og taka frumkvæði (hjá nefndum Norðurlandaráðs, hugmyndasmiðjum og víðar). Þetta er sú heild sem við nefnum Norrænt Samfélag.

Icelandic English

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error