1887

Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa

image of Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa

Aðildarlönd ESB eru orðin 25 eftir síðustu stækkun sambandsins. Er enn grundvöllur fyrir sérstakri samvinnu milli Norðurlanda? Hvaða hlutverki gegna Norðurlönd í nýrri Evrópu? Þessar spurningar og aðrar eru til umræðu í þessari bók. Fólksflutningar til og frá löndum okkar hafa áhrif á þróun þeirra. Sífellt fleiri flytjast milli landa til að vinna og stunda nám. Menning allra heimshorna er nú orðin hluti daglegs lífs á Norðurlöndum. Höldum við áfram að líta á okkur sem Norðurlandabúa í framtíðinni? Norrænu rithöfundarnir Henrik Nordbrandt, Jan Kjærstad, Einar Már Guðmundsson, Eva Ström og Kari Hotakainen túlka, hver í sínum kafla, hvað felst í því að vera Norðurlandabúi, Evrópumaður og heimsborgari. Titillinn er frá norska rithöfundinum Jan Kjærstad sem skrifar: „Ég ímynda mér að Norðurlönd hafi ýmislegt fram að færa á evrópskum vettvangi, og enn frekar á alþjóðavettvangi....” Í Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa er að finna ýmsar staðreyndir um Norðurlönd og samstarf þeirra. Þar er jafnframt að finna ábendingar um hvar hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Bókin kemur út í danskri/sænskri/norskri, finnskri og íslenskri útgáfu.

Icelandic Danish

.

Hvers vegna ekki er hægt að vera áhorfandi

Fyrir allnokkru bjó ég í fáein ár í afrísku landi. Fjarlægðin að heiman gerði það að verkum að ég kom auga á ýmsa vafasama þætti í fari þjóðar minnar, sem ég hafði áður verið blindur á. Þar sem ég sat á stól undir rósviðartré í Afríku, álfu sem hrjáð er af stríði og hungri, neyddist ég til að horfast í augu við það hversu lítið við hugsum um aðra, að vandinn í samskiptum Noregs við heiminn, Evrópu og Norðurlönd er sú sjálfsblekking að í lagi sé að einangra sig. Eins og Pétur Gautur hefur Noregur allt of lengi lifað eftir einkunnarorðunum "að vera sjálfum sér nógur".

Icelandic Danish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error