1887

Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa

image of Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa

Aðildarlönd ESB eru orðin 25 eftir síðustu stækkun sambandsins. Er enn grundvöllur fyrir sérstakri samvinnu milli Norðurlanda? Hvaða hlutverki gegna Norðurlönd í nýrri Evrópu? Þessar spurningar og aðrar eru til umræðu í þessari bók. Fólksflutningar til og frá löndum okkar hafa áhrif á þróun þeirra. Sífellt fleiri flytjast milli landa til að vinna og stunda nám. Menning allra heimshorna er nú orðin hluti daglegs lífs á Norðurlöndum. Höldum við áfram að líta á okkur sem Norðurlandabúa í framtíðinni? Norrænu rithöfundarnir Henrik Nordbrandt, Jan Kjærstad, Einar Már Guðmundsson, Eva Ström og Kari Hotakainen túlka, hver í sínum kafla, hvað felst í því að vera Norðurlandabúi, Evrópumaður og heimsborgari. Titillinn er frá norska rithöfundinum Jan Kjærstad sem skrifar: „Ég ímynda mér að Norðurlönd hafi ýmislegt fram að færa á evrópskum vettvangi, og enn frekar á alþjóðavettvangi....” Í Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa er að finna ýmsar staðreyndir um Norðurlönd og samstarf þeirra. Þar er jafnframt að finna ábendingar um hvar hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Bókin kemur út í danskri/sænskri/norskri, finnskri og íslenskri útgáfu.

Icelandic Danish

.

Fjögur sjónarhorn á grannsvæði Norðurlanda í austri

Saga Finnlands er að mörgu leyti frábrugðln sögu annarra ríkja á Norðurlöndum. Hér fer á eftir yfirlit yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa í samskiptum skandinavísku landanna við nágrannana í austri. Breytingarnar verða skoðaðar frá finnskum sjónarhóli í sögulegu, menningarlegu og efnahagslegu ljósi og með tilliti til framtíðarþróunar. Á ferðalagi um tíma og rúm verður brugðið ljósi á sameiginleg örlög þeirra landa sem liggja að Eystrasalti. Eftir fall Sovétríkjanna og eftir að Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstæði sitt og gengu til liðs við NATO og ESB hafa opnast ný tækifæri til samstarfs í austurvegi en einnig hafa skapast ný vandamál.

Icelandic Danish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error