1887

Konur og velferð í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi

image of Konur og velferð í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi

Vestnorrænu löndin eru að mörgu leyti frábrugðin öðrum Norðurlöndum. Þar búa til að mynda fleiri karlar en konur. Ástæðan er meðal annars sú að einkum ungar konum sem flytja burt frá jaðarsvæðum kjósa oft að flytja ekki heim aftur. Í ljósi þess ákvað Embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál að styrkja rannsóknarverkefni um velferð og konur í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi og útkomu þessa rits. Markmið var að kortleggja velferðarúrræði í löndunum þremur og rannsaka hvaða áhrif þau hafa á líf ungra kvenna. Einkum voru skoðaðir velferðarþættir sem þóttu skipta ungar konur í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi máli, þættir sem gætu styrkt stöðu kvenna og aukið jafnrétti kynjanna. Opinberar tölur meðal annars um lýðfræði, velferðarkerfin og vinnumarkað voru greindar. Þá voru tekin rýnihópaviðtöl við fimm mismunandi kvennahópa í löndunum þremur, alls 75 konur. Í ritinu eru þrír kaflar um konur og velferð í hverju landi fyrir sig. Höfundar kaflanna hafa tekið þátt í opinberri umræðu og rannsakað velferð og jafnrétti í sínum heimalöndum. Markmið verkefnisins var að kortleggja stöðu velferðarmála á Vestur-Norðurlöndum út frá sjónarhóli ungra kvenna. Ekki síður er því ætlað að vera mikilsvert framlag til umræðu um framtíðarþróun velferðarmála í þessum löndum.

Icelandic Danish

.

Konur og velferð á Íslandi

Eins og kemur fram í inngangi þessarar bókar skera vestnorrænu löndin, Færeyjar, Grænland og Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum að því leyti að þar búa fleiri karlar en konur (Norden i tal, 2009). Sömu sögu má reyndar segja þegar skoðuð eru tiltekin jaðarsvæði á öllum Norðurlöndunum. Ákveðinn fólksflótti frá jaðarbyggðum hefur verið viðfangsefni nokkurra rannsókna undanfarin ár og bent hefur verið á að menntunarmöguleikar og framboð af fjölbreyttum störfum getur haft talsverð áhrif á aldurs- og kynjasamsetningu íbúa. Margar jaðarbyggðir skortir atvinnutækifæri fyrir fólk með ýmiss konar sérmenntun og atvinnutækifæri fyrir konur eru oft fá, með þeim afleiðingum að þær yfirgefa þessi svæði fremur en karlar. Bent hefur verið á að staða atvinnu- og velferðarmála hefur áhrif á jafnrétti kynjanna og möguleika fólks til að velja sér búsetu (Carlsen, 2007; Ívar Jónsson, 2007; Sundström, 2006; Berglund, Johansson og Kramvig, 2005; Ingólfur V. Gíslason og Kjartan Ólafsson, 2005).

Icelandic Danish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error