1887

Stutt yfirlit yfir norræna stefnumótun

stefnumótun um sjálfbæra neyslu með því að styðjast við aðgengilega þekkingu og hrekja goðsagnir sem standa í vegi fyrir sjálfbærri þróun

image of Stutt yfirlit yfir norræna stefnumótun

Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi beitt sér fyrir sjálfbærari lífsháttum um 20 ára skeið eykst efnisleg neysla stöðugt á Norðurlöndum. Vilji er hjá þjóðunum til að vera í fararbroddi um sjálfbæra samfélagsþróun en ljóst er að núverandi neyslustefna gæti verið árangursríkari. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður og eru nokkrar þeirra reifaðar í riti þessu, þar á meðal sjálfsákvörðunarréttur neytenda, skortur á stjórntækjum og eins að stjórnmálamenn skortir áræðni til hrófla við málefnum neytenda. Einkum meðal stjórnmálamanna gætir þráláts misskilnings – goðsagna – um neytendahegðun og sjálfbæra neyslu. Hér er greint frá 10 goðsögnum um breytingar í átt til sjálfbærra lífshátta sem hafa orðið þess valdandi að ráðamenn hafa einblínt á tækninýjungar og aukna framleiðni. Goðsagnirnar tíu hafa hamlað félagslegri nýsköpun og komið í veg fyrir nýstárlega verðmætasköpun og sjálfbæra auðlindanýtingu.

Icelandic Swedish, English, Danish

.

Inngangur

Þrátt fyrir að unnið hafi verið um tuttugu ára skeið að stefnu um sjálfbæra neyslu (UNCED 1992) eykst efnisleg neysla stöðugt og áhrif af hennar völdum á umhverfi Norðurlanda og víðar um Evrópu. Norðurlandaþjóðirnar vilja vera í fararbroddi á sviði sjálfbærrar þróunar og því er mikilvægt að samfélagið ryðji brautina fyrir sjálfbærri neyslu með skýrri stefnu um að draga úr auðlindanotkun og umhverfisáhrifum hennar. Ljóst er að núverandi neyslustefna er ekki eins árangursrík og æskilegt væri.

Icelandic Swedish, English, Danish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error