1887

Söfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á Norðurlöndum

image of Söfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á Norðurlöndum

Á litlum slippstöðvum, sem annast viðhald og viðgerðir á smábátum, eru notuð mengandi efni sem mynda hættulegan úrgang og geta losað mengandi efni út í umhverfið. Verkefnið kortlagði rekstrarhætti, umhverfisvitund, þekkingu og viðhorf í Norður-Noregi, á Álandseyjum og í Færeyjum. Enginn áberandi munur var á milli þessara svæða og því má ætla að niðurstöðurnar eigi einnig við um slíka starfsemi annars staðar á Norðurlöndum. Þar voru viðhafðir í senn góðir starfshættir og annað sem mætti betur fara en almennt virtust góðar forsendur til úrbóta. Menn létu almennt í ljós óskir um umhverfisvænni rekstrarhætti en minna er um að því sé fylgt eftir. Víða skorti þekkingu á lögum og reglugerðum og eiginleikum þeirra efna sem notuð eru. Starfshættir sem takmarka losun tíðkast nánast ekki og afar mismunandi er staðið að meðhöndlun úrgangs. Eigendur slippstöðva og stjórnvöld geta stuðlað að bættu ástandi í atvinnugreininni. Þörf er á auðskiljanlegum upplýsingum um lög og reglur. Þá er æskilegt að auka fræðslu og koma á samstarfi stærri þjónustuhafna, slippstöðva og lítilla slippa um raunhæfar úrlausnir. Einföld vottunarkerfi geta einnig orðið hvatning til að draga úr mengun. Mestu máli skiptir að litlu slippstöðvarnar komi sér upp söfnunarkerfi fyrir fastan úrgang, fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs og hreinsun frárennslis.

Icelandic Swedish

.

Úrræði sem mælt er með

Umhverfisstjórnvöld hafa fram að þessu fylgst lítið með starfsemi lítilla slippstöðva. Margar þeirra byggja á gamalli hefð og reksturinn hefur lítið breyst þrátt fyrir að ný þekking og nýjar reglur hafi komið til. Ástæðan er líklega sú að fáir fyrirtækjaeigendur gera sér grein fyrir að þeir bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér lög og reglur. Í samráði við umhverfisstjórnvöld væri hægt að skýra ábyrgð hvers og eins og gæti það í mörgum tilvikum leitt til bættra rekstrarhátta. Ef eigendur fyrirtækja og mannvirkja, sem notuð eru undir slipp og viðhald á bátum, gerðu sér betur grein fyrir ábyrgð sinni á mengun jarðvegs gæti það leitt til þess að þeir fylgdust betur með starfsháttum bátseigenda. Mengaður jarðvegur er á ábyrgð lóðareiganda og hreinsun hans getur hæglega orðið æri kostnaðarsöm.

Icelandic Swedish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error