1887

Meðferð úrgangs um borð í fiskiskipum og minni skipum

image of Meðferð úrgangs um borð í fiskiskipum og minni skipum

Meðferð úrgangs um borð í fiskiskipum og minni skipumLosun úrgangs frá skipum er mikið vandamál á haf- og strandsvæðum okkar. Þetta gerist þrátt fyrir að samdar hafi verið reglur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slíka losun. Úrgangur getur valdið miklu tjóni í hafinu, bæði á vistkerfum og svæðum sem notuð eru til útivistar sé honum fleygt fyrir borð. Einnig hefur komið í ljós að losun úrgangs veldur tjóni í sjávarútvegi, bæði hvað snertir nýtanlegar náttúruauðlindir, búnað og nýtingu. Alþjóðlegar reglur, bæði svæðisbundnar og landsreglur, ásamt viðhorfum samfélagsins mynda ramma um hvernig haga skuli meðferð ýmiss konar úrgangs sem fellur til við daglegan rekstur skipa. Í þessu riti eru birtar upplýsingar um þessi skilyrði og er því ætlað að örva og hvetja til skipulegrar og virkrar meðferðar úrgangs til að koma í veg fyrir að hann valdi tjóni á umhverfinu. Markmið með þessum bæklingi er að útskýra mikilvægi þess að hver og einn: hafi í huga afleiðingar óábyrgrar meðferðar úrgangs vinni að því að gildandi kröfur um meðferð úrgangs séu uppfylltar þannig að hann valdi ekki tjóni á umhverfinu hugsi um eigin verklag í því skyni að koma í veg fyrir að úrgangur skaði umhverfið

Icelandic

.

Hafsvæði okkar – auðlindir eða sorphaugar!

Hafið er notað sem sorphaugur. Á hverju ári eru t.d. losuð u.þ.b. 20.000 tonn af úrgangi í Norðursjó, sem skaðar auðlindir fiskimiðanna, vistkerfi hafsins og fuglastofna. Mengunin dregur einnig úr gæðum haf- og strandsvæða sem notuð eru til útivistar. Þetta gerist þrátt fyrir að fyrir hendi séu bæði margs konar reglur, svæðisbundnir og alþjóðlegir samningar sem banna slíka losun. Sjávarútvegurinn á sinn þátt í mengun hafsvæða sem veldur álagi á atvinnugreinina, bæði hvað varðar öryggi og efnahag.

Icelandic

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error