1887

Bjartari framtíð

image of Bjartari framtíð

Norðurlöndin hafa lengi verið þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að vernda náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í þessu samstarfi eru samningar mikilvæg tæki. Í þessum bæklingi eru kynntir 13 mikilvægustu samningarnir, en þeir snerta Norðurlöndin mismikið og sum þeirra hafa komið að því að semja þá og koma þeim á fót. Samningarnir eru: - Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni - CITES-samningurinn, - Ramsar-samningurinn, - Bernarsamningurinn, - Bonn-samningurinn, - Hvalveiðisamningurinn, - Helsingfors-samningurinn, - OSPAR-samningurinn, - Samningurinn um heimsminjar, - Evrópski landslagssamningurinn, - Granada-samningurinn, - Möltusamningurinn og - Árósasamningurinn. Sögulegur bakgrunnur samninganna er rakinn stuttlega. Þá eru mikilvægustu ákvæði hvers samnings nefnd og mikilvægi þeirra fyrir Norðurlöndin skýrð. Í bæklingnum er einnig að finna yfirlit yfir það hver Norðurlandanna hafa gerst aðilar að einstökum samningum og hvar finna megi frekari upplýsingar. Markhópurinn er stjórnmálamenn, embættismenn, stjórnendur, kennarar, stofnanir, sem hagsmuna eiga að gæta, og aðrir sem hafa áhuga á náttúru- og menningararfleifð.

Icelandic

.

Hvalveiðisamningurinn

Á fjórða áratug 20. aldar stunduðu margar þjóðir miklar hvalveiðar. Þetta leiddi til þess að mikil hætta var á að hvölum yrði útrýmt. Noregur og England gerðu með sér samning þegar árið 1931 um að takmarka hvalveiðar til að vernda stofnana. Árið 1937 gerðust fleiri lönd aðilar að samningnum, en hann reyndist ekki mjög árangursríkur því að stöðugt bættust ný lönd við í hóp hvalveiðiþjóða. Nauðsynlegt var að koma á nýrri stjórnun og á grundvelli þess samþykktu 15 hvalveiðiþjóðir hvalveiðisamninginn árið 1946. Á árunum fyrir og eftir 1980 fullgiltu mörg ný lönd hvalveiðisamninginn. Flest þessara nýju aðildarlanda unnu í meginatriðum að því að stöðva hvalveiðar með öllu eða takmarka þær verulega.

Icelandic

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error