1887

Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

image of Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

Available online: https://pub.norden.org/nord2020-030/ Abstract [is]: Sjálfboðavinna hefur mikið gildi sem slík, en hún stuðlar einnig að samstöðu og eflir aðrar mikilvægar stoðir samfélagsins. Á Norðurlöndum hefur sjálfboðavinna jafnframt verið fastur þáttur í lýðræðislegri umræðu og mikilvæg leið til að láta stjórnmálaumræðu ná til allra þjóðfélagshópa. Í skýrslunni kemur fram að sjálfboðavinna á Norðurlöndum einkennist af miklum stöðugleika. Undir yfirborðinu eiga sér þó stað breytingar á uppbyggingu starfsins sem benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi almannasamtaka leiti um þessar mundir í nýjan farveg.

Icelandic Swedish, English, Finnish

.

Niðurstöður

Eins og komið hefur fram á sjálfboðavinna á Norðurlöndum sér djúpar sögulegar rætur og hún hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í þessum þjóðfélögum. Frá því sjónarhorni séð er það jákvæð niðurstaða þessarar skýrslu að sjálfboðavinna stendur enn styrkum fótum þegar á heildina er litið. Norðurlönd eru í fremstu röð Evrópuríkja þegar litið er til þess hversu hátt hlutfall íbúanna leggur stund á sjálfboðavinnu. Í sumum landanna er þetta hlutfall samkvæmt sumum könnunum allt að 50–60 af hundraði. Þegar skoðað er hverjir vinna sjálfboðavinnu má einnig sjá þess merki að dregið hafi úr mun eftir aldri, menntun og kyni, þó að fullur jöfnuður hafi ekki náðst.

Icelandic Finnish, Swedish, English

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error