1887

Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

image of Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

Available online: https://pub.norden.org/nord2020-030/ Abstract [is]: Sjálfboðavinna hefur mikið gildi sem slík, en hún stuðlar einnig að samstöðu og eflir aðrar mikilvægar stoðir samfélagsins. Á Norðurlöndum hefur sjálfboðavinna jafnframt verið fastur þáttur í lýðræðislegri umræðu og mikilvæg leið til að láta stjórnmálaumræðu ná til allra þjóðfélagshópa. Í skýrslunni kemur fram að sjálfboðavinna á Norðurlöndum einkennist af miklum stöðugleika. Undir yfirborðinu eiga sér þó stað breytingar á uppbyggingu starfsins sem benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi almannasamtaka leiti um þessar mundir í nýjan farveg.

Icelandic Swedish, English, Finnish

.

Sjálfboðavinna og hlutverk hennar

Robert Putnam bregður í bókinni Bowling Alone: The Collapse and Revival of American Community upp mynd af samfélagi sem er á fallanda fæti og einkennist af síminnkandi þátttöku almennings í starfi sjálfboðasamtaka. Kjörsókn og önnur stjórnmálaþátttaka hefur einnig farið minnkandi. Þá hefur dregið úr þátttöku í starfi trúfélaga. Í bókinni kemur fram að almennt hafi fjarað undan ýmsum tegundum mannlegra samskipta sem félagslíf í Bandaríkjunum snerist áður um að miklu leyti. Að áliti Putnam hefur þetta orðið til þess að félagsauður hafi rýrnað.

Icelandic Swedish, English, Finnish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error