1887

Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

image of Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

Available online: https://pub.norden.org/nord2020-030/ Abstract [is]: Sjálfboðavinna hefur mikið gildi sem slík, en hún stuðlar einnig að samstöðu og eflir aðrar mikilvægar stoðir samfélagsins. Á Norðurlöndum hefur sjálfboðavinna jafnframt verið fastur þáttur í lýðræðislegri umræðu og mikilvæg leið til að láta stjórnmálaumræðu ná til allra þjóðfélagshópa. Í skýrslunni kemur fram að sjálfboðavinna á Norðurlöndum einkennist af miklum stöðugleika. Undir yfirborðinu eiga sér þó stað breytingar á uppbyggingu starfsins sem benda til þess að sjálfboðavinna og starfsemi almannasamtaka leiti um þessar mundir í nýjan farveg.

Icelandic Swedish, English, Finnish

.

Efnahagslegt gildi sjálfboðavinnu

Í Svíþjóð var verðmæti sjálfboðavinnu áætlað 131 milljarðar sænskra króna árið 2014. Það svarar til 3,3 af hundraði vergrar þjóðarframleiðslu landsins. Í Noregi taldist verðmæti sjálfboðavinnu samsvara 75 milljörðum norskra króna árið 2017. Í Danmörku sýna útreikningar að verðmæti ólaunaðrar vinnu svari til 2,7 af hundraði vergrar þjóðarframleiðslu (2013). Til marks um hversu stórar fjárhæðir hér er um að ræða má nefna að í Svíþjóð er efnahagslegt framlag sjálfboðavinnunnar talið nokkru meira en framlag smásöluverslunarinnar, en það var 3,27 af hundraði vergrar þjóðarframleiðslu. Þar eð álíka hátt hlutfall fólks vinnur sjálfboðavinnu á hinum Norðurlöndunum á hið sama að öllum líkindum við þar. Efnahagslegt gildi vinnunnar sem fólk innir af hendi án þess að þiggja laun fyrir er því verulegt og skiptir miklu máli sem framlag til verðmætasköpunar í norrænu ríkjunum.

Icelandic Finnish, English, Swedish

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error