1887

Besta fáanleg tækni (BAT)við fiskeldi á Norðurlöndum

image of Besta fáanleg tækni (BAT)við fiskeldi á Norðurlöndum

Skýrslan er útdráttur úr meginskýrslu með sama heiti. Í skýrslunni er lýst bestu fáanlegri tækni (BAT) til að draga úr mengun og nýta auðlindir í fiskeldisiðnaði á Norðurlöndum. Skýrslunni er skipt í tvo kafla: í öðrum er fjallað um fiskeldi á landi en í hinum um fiskeldi í sjó. Í skýrslunni er því lýst hvernig mismunandi tegundir eru framleiddar nú á dögum, lýst umhverfisálagi frá fiskeldinu, nýtingu auðlinda í mismunandi kerfum og mögulegum árangri varðandi nýtingu og mengum með því að beita bestu fáanlegri tækni (BAT).

Icelandic

.

Umhverfisáhrif fiskeldisstöðva á landi

Fiskeldisstöðvar á landi á Norðurlöndum eru allt frá því að vera litlar jarðtjarnir, þar sem framleidd eru seiði sem á að sleppa til að styrkja villta stofna, til stórra landstöðva til framleiðslu matfisks. Tegundir fiska sem notaðar eru til matfiskframleiðslu eru Atlantshafslax, regnbogasilungur, bleikja, sjóurriði, vatnaurriði, tjarnasíld, áll, gedda, þorskur, lúða, sandhverfa, smásteinbítur og sjávarvartari.

Icelandic

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error