1887

Besta fáanleg tækni (BAT)við fiskeldi á Norðurlöndum

image of Besta fáanleg tækni (BAT)við fiskeldi á Norðurlöndum

Skýrslan er útdráttur úr meginskýrslu með sama heiti. Í skýrslunni er lýst bestu fáanlegri tækni (BAT) til að draga úr mengun og nýta auðlindir í fiskeldisiðnaði á Norðurlöndum. Skýrslunni er skipt í tvo kafla: í öðrum er fjallað um fiskeldi á landi en í hinum um fiskeldi í sjó. Í skýrslunni er því lýst hvernig mismunandi tegundir eru framleiddar nú á dögum, lýst umhverfisálagi frá fiskeldinu, nýtingu auðlinda í mismunandi kerfum og mögulegum árangri varðandi nýtingu og mengum með því að beita bestu fáanlegri tækni (BAT).

Icelandic

.

Inngangur

Fiskeldisiðnaðurinn á Norðurlöndum framleiðir fisk, aðallega til neyslu, en einnig til þess að honum verði sleppt í ár, stöðuvötn eða sjó. Samtals eru framleiddar u.þ.b. 12 tegundir mismunandi sjávar- og ferskvatnsfiska. Framleiðsla þessara tegunda er verulegur hluti af árlegri framleiðslu í fiskeldi í Evrópu. Áhrif fiskeldis á umhverfið einkennist af mikilli orkunotkun til upphitunar og dælingar, mikilli vatnsnotkun og losun lífrænna efna og næringarefnanna fosfórs og köfnunarefnis.

Icelandic

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error